Prófkjörshelgi

Fyrstu tölur eru komnar í prófkjörum helgarinnar.  Það voru Framsóknarmenn í   Norð-Vesturkjördæmi sem voru fyrstir að telja.  Þar er helst að frétta að Guðmundur Steingrímsson (sem vildi komast á þing í kreppunni) lenti í öðru sæti á eftir heimamanni og fer sennilega enn neðar útaf kynjakvóta.  Hann verður sennilega að finna sér aðra vinnu í bili.

Á sama lista vildi vera Kristinn H. Gunnarsson sem hefur nú farið í hring með viðkomu í öllum flokkum nema einum.  Skemmst er frá að segja að hann komst ekki á blað.

Innfæddur maður varð ofan á
svo
 ekki mun Guðmundur sæti ná.
Og lítill er skaði
þó lenti‘ ekki‘ á blaði
lukkuriddarinn Kristinn H.

Þessi heimamaður sem fór í fyrsta sætið heitir annars Gunnar Bragi og mun vera Skagfirðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband