Evrur og aflabrögð

Merkilegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ver alltaf útgerð og sægreifa.  Engu máli skiptir þó að þorri þjóðarinnar vilji auðlindir í þjóðareigu; þeir standa sem fyrr vörð um sitt fólk og sína kvótakónga.

Að grýta‘ okkar framtíð á glæ, leyfa
gauð er ég skilið ei fæ.  Hreyfa
við auðlind ei má
ef mark tökum á
málpípu auðvalds og sægreifa.

Einhverjir brestir eru þó að komast í sambandið því þó útgerðin vilji krónur áfram - svona til að geta fellt gengið þegar illa árar, þá hafa Sjálfstæðismenn látið hafa eftir sér síðustu daga að hugsanlega ættum við að taka upp evrur.  Þeim hefur reyndar dottið það snjallræði í hug að leita til IMF og sníkja evrurnar þar hvernig sem þeir koma því nú heim og saman.


Þungur nú reynist þeim róðurinn
og í ráðleysi er kyrjaður óðurinn:
„Evrurnar hefur
og okkur þær gefur
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn“.

En í þessu bænastandi ættu þeir líka að biðja um gott veður og góðan afla.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband