Við upphaf lönguföstu

Ég settist áðan með Passíusálmana og ætlaði að fylgjast með hvað Silja væri komin langt.  Ég var alveg búin að gleyma því að þeir eru ekki lesnir á sunnudögum.  Veit reyndar ekki hvers vegna?

En ég fann mér aðra píslarsögu.  Aðalfrétt mbl. nú í kvöld var um Björn Bjarnason og bloggfærslu hans um prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar.  Þar bar hæst að Guðlaugur Þór tók í prófkjöri af honum sæti sem hann taldi sig eiga.  Ég kíkti á síðuna og þessi píslarsaga er ekki síðri en sú sem Silja er að segja frá þessa dagana. 

Á blogginu hefur Björn nú rætt
um böl og pínu er hefur mætt:
Honum gramdist er fór
Guðlaugur Þór
og yfirtók sæti merkt „Engeyjarætt“.

Skemmtilegur flokkur þessi Sjálfstæðisflokkur en ég gat ekki séð að Björn minntist neitt á útstrikanir í sjálfum Alþingiskosninunum - eru þær kannski bara misminni mitt?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1087

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband