Samráð

Þá er komið að því að fimm ára gamalt glæpamál verði tekið fyrir af dómsstólum.  Samráð olíufélaganna er orðið fimm ára og ekki seinna vænna en að fara að koma því í dómssalina.  Ætli það séu ekki annars einhverjar fyrningarreglur í gangi sem verjendur geti vísað í? 

Útvarpið mun hafa bent á það í fréttum í dag að engin verðhækkun á bensíni hefði átt sér stað síðustu mánuði liðins árs þrátt fyrir þónokkra hækkun á heimsmarkaði. Slíkt hefði nú einhverntíma verið notað til að afsaka nokkurra krónu hækkun.  Skyldu þeir hafa haft samráð um það að hækka ekki? 

Auðvitað eru allir verjendurnir á einu og sama máli um sakleysi sinna manna.  Þeir vilja láta vísa málinu frá og að sakarkostnaður falli á ríkssjóð.  Nú verð ég að játa að ég veit ekki hvort að málsvarnarlaun eru hluti sakarkostnaðar en það væri nú aldeilis eftir öðru að við sætum uppi með þann reikninginn líka!


Samráðið seint tekur enda

í sameining verjendur benda

á sakleysi sinna

og er sigur þeir vinna

munu reikninginn ríkinu senda.


Mín spá er sú að hinir stóru sleppi en hugsanlega tekst að finna blóraböggla.  Allir vita að bakarinn er sjaldnast hengdur en smiðurinn sleppur ekki hér frekar en fyrri daginn:


Bakarann finnum og flengjum

sem fyrrum og eftir það hengjum

hann, fyrir smið

það held ég nú við

skuldum þeim dáðríku drengjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ætlaðir þú ekki að yrkja limru á dag?

Jóna mín, viltu nú virkja

vitund og fara að yrkja.

  Syngdu mér lag,

  eina limru á dag

sem mun efalaust anda minn styrkja.

     Kv. pbs
 

pbs (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 16:38

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Jú það var nú meiningin - en áramótaheitin standa nú oft skemur en fram í miðjan mánuðinn eða hvað?

Jóna Guðmundsdóttir, 14.1.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband