14.1.2007 | 22:21
Helgarfrí
Ég tók mér helgarfrí frá limrusmíð og bloggi þessa helgina. Af og til er nauðsynlegt að bregða sér af bæ og heimsækja dreifbýlið. Ekki er verra þegar Vetur konungur er á staðnum og skyggnið á vegum landsins er rétt á milli stika eins og það var á föstudaginn. Ég gat reyndar stillt fögnuð minn en við vorum að ferðast með útlending sem þótti þetta allt hið besta mál.
Fréttir hafa lítið orðið mér að limruefni síðustu daga enda óvenjulítið að frétta. Einhversstaðar sá ég þó uppgjör eftir jólabókavertíðina. Þar eru það hvorki Konungsbók eða Tryggðapantar sem sitja á toppnum heldur matreiðslubóka Hagkaupa: Eftirréttir. Snilld að sameina það tvennt sem okkur þykir vænst um á jólunum - bækur og mat í einni jólagjöf.
Árvisst brast hér á bókaflóð
og býsna var salan jöfn og góð.
Nú eru allir mettir
Eftir- því -réttir
langbest seldust hjá sagnaþjóð.
Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi völdu Valgerði og Birki Jón í efstu sæti framboðslista síns í komandi kosningum. Spyrja má hve fýsilegt teymi það sé og hef heyrt Birki Jóni lýst sem leikara í illa leikstýrðu skólaleikriti!
Stundum mér virðist að virki flón,
þó vissulega hér yrki flón
um alþingismannsem ýmislegt kann;
en ég á hér við barnungann Birki Jón.
En barnunginn á vísast framtíðina fyrir sér - ef flokkurinn þurrkast þá ekki út í næstu kosningum eins og Þjóðarpúls Gallups gaf vonir um hér um daginn:
Þjóðarpúls Gallup þess getur
að geti svo farið í vetur:
Að framsóknarmenn
fjölmenni senn
til fjandans og því er nú betur.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.