17.1.2007 | 21:16
Frjálslyndi?
Frjálslyndi flokkurinn hefur sennilega aldrei verið sérlega frjálslyndur en þó tók steininn úr í haust þegar þeir fóru að viðra útlendingahatur sitt í fjölmiðlum. Að vonum brá Margréti Sverrisdóttur framkvæmdastjóra þingflokks þeirra og hún lét í sér heyra. Síðan þá hefur hún hinsvegar átt erfitt í flokknum og er skemmst að minnast þegar hún var látin taka leyfi frá störfum þar sem hugsanlega yrði hún í framboði á flokksþingi.
Í dag lýsti hún svo yfir að hún ætlaði að bjóða sig fram gegn varaformanninum á fyrrnefndu þingi. Við það fór allt í bál og brand: Addi Kidda Gauja sagðist styðja sinn varaformann og á honum var að skilja í sjónvarpinu í kvöld að þeir þrír karlmennirnir í þingflokknum hefður staðið sig svo vel að hún ætti bara að vera þakklát fyrir að fá að vera með þeim í flokki. Karlremban var ósvikin í þessu viðtali, svo mikið er víst. Hér er því mín stuðningyfirlýsing við Margréti:
Þeir vilja' ekki fraukunum flagga,
frjálslyndir, heldur þagga
í konunum niður
eins og karla er siður:
Þig stattu gegn strákunum Magga!
Margrét lét svo á sér skiljast í útvarpinu að hún gæti eins vel farið á móti formanni eins og varaformanni. Hún þyrfti hvort sem er að berjast við formanninn eftir hvoru sætinu sem hún sæktist. Fyrir mína parta þætti mér nú ekki slæmt að sjá hana fella kallinn í brúnni.....
Það verður skelfingar skellur
og skrambans óhemju hvellur
Magga ef sigra
megnar þann digra
og í kjörinu flatur hann fellur.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.