22.1.2007 | 23:14
Allt mér að þakka
Það er ekki nema um eitt að skrifa í dag: Handbolta. Kona eins og ég sem ekki hefur hundsvit á, né snefil af áhuga á þeirri íþróttagrein, er nú komin í þennan landsþekkta fíling sem lýsir sér þannig að allar setningar innihalda frasann "strákarnir okkar".
Ég var auðvitað búin að spá því að Ísland myndi tapa stórt fyrir Frökkum en til að leggja mitt á vogarskálarnar sleppti ég því að horfa á leikinn. Ég hef nefninlega sannreynt í gegnum árin að það lið sem ég held með tapar ef ég horfi á leikinn. Síðasta sönnunin kom þegar Ísland vann Ástralíu - þá hélt ég með Áströlum enda nýbúin að vera hjá þeim þarna "down under". En nú hélt ég semsagt með Íslendingum (held yfirleitt með þeim sem tel vera minnimáttar) og ákvað að sleppa því að horfa í þeirri veiku von að þetta hefðist. Og mikið rétt! Íslendingar stóðu sig vel og það var ekki fyrr en staðan var orðin þannig að okkar menn voru heilum tíu mörkum yfir að ég taldi óhætt fyrir mig að snúa mér að skjánum. Sem betur fer var lítið eftir af leiktíma svo þeim tókst ekki að missa forskotið nema niður í átta mörk sem urðu lokaúrslit - allt mér að þakka.
Nú lofa ég að horfa ekki neitt á milliriðilinn - þá eru þeir vísast öruggir með fá sæti á verðlaunapalli og málm af einhverju tagi til að taka með sér heim:
Öll við með strákunum stóðum
og með stuðningi miklum og góðum
áfram þeir keppa
og efalaust hreppa
sæti með sigrandi þjóðum.
Ég var auðvitað búin að spá því að Ísland myndi tapa stórt fyrir Frökkum en til að leggja mitt á vogarskálarnar sleppti ég því að horfa á leikinn. Ég hef nefninlega sannreynt í gegnum árin að það lið sem ég held með tapar ef ég horfi á leikinn. Síðasta sönnunin kom þegar Ísland vann Ástralíu - þá hélt ég með Áströlum enda nýbúin að vera hjá þeim þarna "down under". En nú hélt ég semsagt með Íslendingum (held yfirleitt með þeim sem tel vera minnimáttar) og ákvað að sleppa því að horfa í þeirri veiku von að þetta hefðist. Og mikið rétt! Íslendingar stóðu sig vel og það var ekki fyrr en staðan var orðin þannig að okkar menn voru heilum tíu mörkum yfir að ég taldi óhætt fyrir mig að snúa mér að skjánum. Sem betur fer var lítið eftir af leiktíma svo þeim tókst ekki að missa forskotið nema niður í átta mörk sem urðu lokaúrslit - allt mér að þakka.
Nú lofa ég að horfa ekki neitt á milliriðilinn - þá eru þeir vísast öruggir með fá sæti á verðlaunapalli og málm af einhverju tagi til að taka með sér heim:
Öll við með strákunum stóðum
og með stuðningi miklum og góðum
áfram þeir keppa
og efalaust hreppa
sæti með sigrandi þjóðum.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í boltanum flengdum við Frakka
eins og framhleypna, óþæga krakka.
Þeim heppnaðist fátt
og halda nú brátt
heim á hótel að pakka
hb
Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 11:18
Góður - kv. Jóna
jona-g (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.