Vonbrigði

Þrátt fyrir að hafa aldrei í lífinu leitt hugann að því í alvöru að kjósa Frjálslynda flokkinn varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum í dag þegar Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir að hún ætlaði ekki að bjóða sig frám á móti Guðjóni á flokksþinginu.  Mér hefði þótt hún svo frambærilegur formaður og ég hef það eftir kunnugum að hún sé bæði klár og víðsýn.

Þessvegna vona ég líka að hún sé búin að hugsa nokkra leiki fram í tímann og að með því að vera "bara" varaformaður þá reikni hún með að ná fram fleiri baráttumálum en hefði hún farið í formanninn.  En hvað veit ég svo sem - ef ég gæti hugsað á þessum nótum væri ég kannski í pólitíkinni líka?  Ég vona minnsta kosti að hún  sé ekki að draga sig í hlé af einhverri kvenlegri hæversku eins og við stelpurnar gerum svo alltof oft:

Við oft erum mestar í orði
en ekki jafn góðar á borði:
Við strákana styðjum
um þeirra stuðning svo biðjum
þó við stöndum þeim alveg á sporði.

Annars var það í fréttum í dag að aldraðir og öryrkjar hafa komið sér saman um að bjóða fram í komandi alþingiskosningum.  Vonandi kemur eitthvað gott út úr því.  Reyndar hef ég nú þá skoðun að eitthvað meira en aldurinn þurfi að sameina fólk í framboði - lífsskoðanir mínar fara til dæmis ekki alveg saman við skoðanir jafnaldra minna í Sjálfstæðisflokknum og gera það varla neitt frekar þó við bætum við okkur nokkrum árum eða áratugum?  En þetta er ekki verra en hvað annað og ég gef þessu séns....

Nú öldungar saman í sveit
safnast og strengja þar heit
að efla í dag
aldraðra hag:
Það er ljóst að margt verra ég veit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband