Enginn veit hvað átt hefur ...

...fyrr en misst hefur.  Þannig spái ég að við eigum eftir að sakna Ríkisútvarpsins sem gert verður að ohf - opinberu hlutafélagi þegar lögin sem Alþingi samþykkti í gær komast til framkvæmda.  Ég er dyggur hlustandi gömlu Gufunnar og ég á eftir að sjá að þættir eins og Víðsjá, Spegillinn, Hlaupanótan og bráðskemmtilegir tónlistarþættir Unu Margrétar Jónsdóttur verði áfram á dagskrá í hinu opinbera frjálshyggju-útvarpi.

Það vekur mér hinsvegar furðu hvað margir eru rólegir yfir þessu?  Því er engin undirskrifta-söfnun í gangi?  Hvar eru hollvinirnir?  Í lesendadálkum dagblaðanna sýnist mér að fólk almennt hafi meiri áhyggjur af þættinum Íslandi í býtið á Stöð 2 og því hvað verði um Sirrý!

Mér sýnist það svolítið skrítið
hve syrgja menn útvarpið lítið:
Ég heyri ekki neitt;
fólk harmar það eitt
að hætta mun Sirrý í bítið.

Sem minnir nú á ágætt innslag um þá góðu konu í síðasta áramótaskaupi.

Ég las í blaði í gær að ég væri forpokuð og hefði ekki áhuga á því að verið væri að gera eitthvað nýtt og spennandi!  Þetta var afmælisbarn helgarinnar sem kom með samheiti yfir okkur sem í samtölum manna í milli setjum spurningamerki við veislur sem kosta á annað hundrað milljónir.  Já, þá verð ég víst að sitja undir þeim stimpli og held ég sé þar í góðum félagsskap með alþýðu þessa lands og þeim sem sköpuðu verðmætin sem síðan voru færð gæðingum á silfurfati undir nafni einka- eða hlutafélagavæðingar. 

Er ég þá líka forpokuð af því mér finnst plebbalegt þegar nýríkir Rússar láta gera demantskreytt farsímahulstur handa ástkonum sínum og eiginkonum?  Eða þegar Rússarnir kaupa íþróttafélög í fjarlægum löndum til að geta boðið vinum sínum í góð sæti á kappleikjum?  Hver er munurinn á því og sérinnfluttum flygli fyrir glamrandi trúbadúr?

Harðorður höfðinginn kvað
í hófstilltu spjalli við blað:
“Þó forpokað dót
mæli fjörinu í mót
mér er svei mér þá sama um það”

Já, auðvitað er öllum sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband