26.1.2007 | 23:56
Útsölulok
Nú er þar komið sögu að útsölur borgarinnar eru að verða búnar. Þá eru jólin hjá kaupafíklum eins og þeirri sem þetta ritar. Ég segi stundum að ég eigi lögheimili á Internetinu og sumarbústað í Kringlunni og í Kringlunni gengur lífið eins og allir vita út á Góð Kaup.
Góð Kaup á útsölu geta verið allt frá því að kaupa samkvæmiskjól sem aldrei á eftir að sjá annað samkvæmi heldur en mig og spegilinn og upp í það að kaupa gallabuxur sem ég nota daglega í tvö ár og bíð á brókinni (= nærbuxur á norðlensku) fyrir framan þurrkarann meðan þær þorna nóg til að hægt sé að fara í þær.
Limra dagsins er um Steingerði sem þyrfti að komast á útsölu:
Hennar Steingerðar kröpp eru kjör;
á kroppinn hún á ekki spjör:
Hún sprangar um ber,
fyrir bóndann það er
stöðugt og standandi fjör.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.