Danskur sigur!

Danir höfðu það.  Sorglegt en satt.  Ég horfði auðvitað ekki á leikinn en heyri að hann hafi verið spennandi og jafn.  En Danir höfðu það samt.  Sennilega voru þeir bara betri eða heppnari eða hvorutveggja - hvað veit ég sem ekki sá leikinn?  Ég heyrði hinsvegar í útvarpinu að Snorri Steinn hefði verið maður leiksins:

Sem fyrrum er þjóðinni þorri
þungur í skauti, en vorri
lyfti þó lund
í leiknum um stund
hinn fimi og frábæri Snorri.

Annars gleymist næstum ofsagróði bankanna í öllum þessum handboltaspenningi.  85 milljarðar hér og 38 milljarðar þar.  Og heildareignir bankanna í lok liðins árs jafngilda áttfaldri þjóðarframleiðslu ef ég hef skilið málið rétt?  Er þá kannski borð fyrir báru hjá þeim og möguleiki á að þeir lækki þjónustugjöldin?  

Samstarfskona mín hringdi í bankann sinn um daginn til að spyrjast fyrir um færslu sem hún mundi ekki eftir.  Þjónustufulltrúinn fletti fyrir hana upp á færslunni og þá rifjaðist málið upp og hún þakkaði fyrir og kvaddi.  Næst þegar hún fór inn í heimabankann sinn var nýr frádráttur:  Mínus 100 kr. fyrir samtal við þjónustufulltrúa!  Margt smátt gerir eitt stórt og þannig hjálpum við þeim að safna milljörðum:

Bankarnir safna í sjóð
og sögð er afkoman góð:
Við aðstoðum þá
því óhemju há
eru þjónustugjöldin hjá þjóð.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband