Óráð

Oft er Kastljós ríkissjónvarpsins fyndnari en nokkur Spaugstofuþáttur.  Mér þótti til að mynda ótrúlega hlægilegt innslag sem var um Austurstræti dag nokkurn fyrr í vikunni.  Þar var Ómar Ragnarsson að viðra hugmyndir sínar um að gera götuna að tvístefnuakstursgötu til að fólk gæti aftur farið að stunda "rúntinn" eins og það gerði í upphafi bílamenningar í Reykjavík.

Til að kóróna delluna var síðan hóað í borgarstjórann til að segja sitt álit.  Hann tók hugmyndinni ekki illa og sagðist eiga góðar minningar frá umræddum rúnti - frá því rétt eftir 1960!

Hvað kemur næst - endurvakning æpandi blaðasala?  Þeir hafa nú vafalaust verið fastur hluti af þessu svæði um 1960?

Þeir biðja um bíla á stræti
og blaðasala með læti.
Og fljótlega sjá
í fortíðarþrá;
ungmey í aftursæti.

Góðar minningar eru einfaldlega og verða minningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband