4.2.2007 | 23:14
Kjölur
Ég sofnaði undir útvarpsfréttum um kvöldmatarleytið og vaknaði upp á Kili! Útvarpið var nefninlega að segja frá vegi sem einkafyrirtæki nokkurt ætlar að leggja um Kjöl. Ef af verður þá heyrðist mér að leiðin Rvík - Ak. styttist um 50 km. sem ég verð nú að segja að mér finnst ekki muna nógu miklu til að ég sé sérlega æst yfir framkvæmdinni. En auðvitað eiga þessir vegagerðarmenn aðdáun mína og ég á örugglega eftir að fara þennan veg ef og þegar hann kemur. Best er auðvitað að þarna geta þungaflutningarnir farið og hætt að eyðileggja vegi í byggð.
Styttingu tæpast ég trega en verð
að tala um stórmerkilega ferð
sem hefja nú senn
þeir huguðu menn
sem á Kili sér voga í vegagerð.
Svo var tíundað í fréttinni að þeir hjá Norðurvegi (sem er nafnið á fyrirtækinu) ætluðu sjálfir að sjá um snjómokstur sem ekki yrði mikið vandamál og að líklega mætti telja á fingrum annarar handar þau skipti sem vegurinn yrði ófær ár hvert.
Rifjast þá upp röksemdafærsla þeirra sem börðust fyrir lagningu Héðinsfjarðarganga. Þar var Lágheiðin helsti farartálminn og sagt var að gjörsamlega ómögulegt væri að halda henni opinni þegar snjóar og þvi yrði að byggja göng. Nú veit ég að Lágheiði er snjóakista en það eru örugglega svæði á Kili sem eru það líka og hversvegna í ósköpunum var ekki talað við Norðavegarmenn um snjómokstur áður en ráðist var í að kasta 5-6 milljörðum í gat í fjöllin?
Snjómokstur allaf er árans böl
þó eigum á fínustu tækjum völ:
En hver var sem taldi
að tæknin ei valdi
Lágheiði en fari létt með Kjöl?
Gleymum svo ekki Reynistaðabræðrum og örlögum þeirra!
Styttingu tæpast ég trega en verð
að tala um stórmerkilega ferð
sem hefja nú senn
þeir huguðu menn
sem á Kili sér voga í vegagerð.
Svo var tíundað í fréttinni að þeir hjá Norðurvegi (sem er nafnið á fyrirtækinu) ætluðu sjálfir að sjá um snjómokstur sem ekki yrði mikið vandamál og að líklega mætti telja á fingrum annarar handar þau skipti sem vegurinn yrði ófær ár hvert.
Rifjast þá upp röksemdafærsla þeirra sem börðust fyrir lagningu Héðinsfjarðarganga. Þar var Lágheiðin helsti farartálminn og sagt var að gjörsamlega ómögulegt væri að halda henni opinni þegar snjóar og þvi yrði að byggja göng. Nú veit ég að Lágheiði er snjóakista en það eru örugglega svæði á Kili sem eru það líka og hversvegna í ósköpunum var ekki talað við Norðavegarmenn um snjómokstur áður en ráðist var í að kasta 5-6 milljörðum í gat í fjöllin?
Snjómokstur allaf er árans böl
þó eigum á fínustu tækjum völ:
En hver var sem taldi
að tæknin ei valdi
Lágheiði en fari létt með Kjöl?
Gleymum svo ekki Reynistaðabræðrum og örlögum þeirra!
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kíktu á þetta limrufrú: http://blog.central.is/sir-magister/index.php?page=comments&id=2674567#co
Magister (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 00:42
Já sæll. Takk fyrir að vitna í mig. Gaman að sjá að þú ert að yrkja í netheimum - ég kíki síðar og skoða betur.
Jóna Guðmundsdóttir, 5.2.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.