Samsæriskenningar

Ekki var ég fyrr farin að hlakka til Kjalvegar hins nýja þegar Mogginn kom mér niðrá jörðina aftur.  Ég hlustaði nefninlega á lestur úr leiðaranum í morgun þar sem sterklega var varað við að eyðileggja ósnortin víðerni á Kili með vegagerð.  Ég hef nú svo oft keyrt Kjöl að ég veit að þar er vegur nú þegar og mikið keyrður allt árið um kring.  Hví skyldu víðernin líða þó hann yrði malbikaður?

Fyrst datt mér í hug að ástæðan fyrir andstöðu Moggans gæti verið sú að Bónusbóndinn Jóhannes situr í stjórn Norðurvegar en það er nú ef til vill svolítið langsótt? 

Um vegagerð ritstjórnin röfla hlaut
og ruddist í flagi eins og naut.
Er ástæðan eina
hún ekki vill neina
uppbyggða, fjölfarna Bónusbraut?


Nei, varla.  En ef við hugsum aðeins lengra þá liggur næst við að spyrja hverjir myndu tapa á Kjalvegi?  Jú, auðvitað Spölur, sem er fyrirtækið sem á og rekur Hvalfjarðargöng.  Ef fólk hættir að fara göngin þarf ekki að fara í grafgötur með það að þeir eiga eftir að tapa nokkrum þúsundköllum á okkur sem förum bara stystu leið og ekki orð um það meir.

Til varnar víðáttu Kjalar
um vegagerð ritstjórnin malar
Og vill ekki vegi
en varkár ég segi:
Er ástæðan afkoma Spalar?

Nei sennilega er þetta líka heldur langsótt.  Hugsanlega er ritstjórn Moggans bara orðin umhverfisvæn í alvöru og meinar það sem hún segir: að Kjalvegur muni eyðilegga lítt snortin víðerni milli jökla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband