Af geimförum

Við Íslendingar höfum árum saman hælt okkur af því að eiga geimfara.  Vestur-Íslendingur, mig minnir að hann heiti Bjarni, var sendur út í geim hér fyrir nokkrum árum; svona eiginlega áður en alvöru útrás komst í tísku, og þá urðum við á augabragði geimferðaþjóð og allir vissu heilan helling um geimfara.

Þar með fylgdi sú vitneskja að geimfarar væru ævinlega valdir úr stórum hópi umsækjenda.  Þeir væru allir með eitt eða fleiri doktorspróf í raungreinum og að allir hefðu þeir þurft að standast erfið sálfræðipróf áður en þeir komust í þennan flokk útvalinna.

Þessi glansmynd brotnaði í mola í gær þegar tveir kvenkyns geimfarar börðust upp á líf og dauða um þriðja geimfarann af gagnstæðu kyni.  Aðalleikarinn í þessu ameríska drama; Lísa María skrapp af stað til að gera upp sakir við keppinautinn sem ég náði nú ekki nafninu á.  Hún ók 1500 km. án þess að stoppa og samkvæmt fréttum gerði hún þarfir sínar í bleiu á leiðinni til að tapa ekki tíma.

Í geimnum er gengdarlaust fjör
og girndin er oft með í för.
En fátt er þó kosta
fólk kvelst þar af losta
en kemst ekki’ úr nokkurri spjör.

Því var það að Lísa hún lagði
í langferð og eins og hún sagði:
“Með bleiu í bíl
nú bruna með stíl
og bana skal kerlingarflagði”

Nú er Lísa komin bak við lás og slá en sem betur fer er fangabúningur nú ekki eins erfiður að komast úr eins og geimferðabúningur - svona ef girndin grípur hana að nýju!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband