9.2.2007 | 07:43
Sleggjudómar
Aldrei hefur mér dottiđ í hug ađ ţađ sé gaman ađ vera formađur í stjórnmálaflokki. Margra ára fýlusvipur Halldórs Ásgrímssonar hefur sýnt ţjóđinni ađ slíkt er hiđ mesta leiđindamál. Og ţó ađ Davíđ ćtti góđa spretti var hann samt mest pirrađur svona seinni árin.
Guđjón Arnar formađur Frjálslyndra hefur ekki virst teljandi leiđur - enda flokkurinn lítill og rekinn úr forstofuherbergi heima hjá Sverri Hermannssyni til skamms tíma. En nú hefur öll heimsins mćđa duniđ yfir hann nýveriđ. Fyrst ţurfti hann ađ berjast viđ Margréti međ kjafti og klóm dögum eđa vikum saman og marđi nauman sigur á vel skipulögđu flokksţingi á Loftleiđum eins og allir muna. Ţegar hann er svo um ţađ bil ađ rétta úr kútnum dynur yfir hann annađ og verra ólán: Kristinn Gunnarsson fćr augastađ á flokknum! Ţetta getur ţýtt langa og stranga baráttu og aumingja Guđjón var nánast brjóstumkennanlegur í kvöld ţegar hann sagđi ađ vissulega vćru nýjir félagar alltaf velkomnir - líka Kristinn. Innra međ sér trúi ég ađ hann hafi ólgađ og skolfiđ og reynt ađ hugsa upp varnarleiki. En hann á ekki séns í Kidda sleggju:
Kristinn úr Framsókn er farinn
og Frjálslyndra heillar hann skarinn.
Ţó grimmur til varnar
Guđjón sé Arnar
hann međ sleggjunni brátt verđur barinn.
Ţetta er allt hiđ besta mál og vonandi ađ Frjálslyndir neyđist til ađ beina kröftunum inn á viđ á nćstunni og láti útlendingana í friđi viđ ađ byggja handa okkur hús og beinhreinsa ţorska!
Guđjón Arnar formađur Frjálslyndra hefur ekki virst teljandi leiđur - enda flokkurinn lítill og rekinn úr forstofuherbergi heima hjá Sverri Hermannssyni til skamms tíma. En nú hefur öll heimsins mćđa duniđ yfir hann nýveriđ. Fyrst ţurfti hann ađ berjast viđ Margréti međ kjafti og klóm dögum eđa vikum saman og marđi nauman sigur á vel skipulögđu flokksţingi á Loftleiđum eins og allir muna. Ţegar hann er svo um ţađ bil ađ rétta úr kútnum dynur yfir hann annađ og verra ólán: Kristinn Gunnarsson fćr augastađ á flokknum! Ţetta getur ţýtt langa og stranga baráttu og aumingja Guđjón var nánast brjóstumkennanlegur í kvöld ţegar hann sagđi ađ vissulega vćru nýjir félagar alltaf velkomnir - líka Kristinn. Innra međ sér trúi ég ađ hann hafi ólgađ og skolfiđ og reynt ađ hugsa upp varnarleiki. En hann á ekki séns í Kidda sleggju:
Kristinn úr Framsókn er farinn
og Frjálslyndra heillar hann skarinn.
Ţó grimmur til varnar
Guđjón sé Arnar
hann međ sleggjunni brátt verđur barinn.
Ţetta er allt hiđ besta mál og vonandi ađ Frjálslyndir neyđist til ađ beina kröftunum inn á viđ á nćstunni og láti útlendingana í friđi viđ ađ byggja handa okkur hús og beinhreinsa ţorska!
Um bloggiđ
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.