Alltaf í boltanum?

Ég?  Nei.  Ég reyndi að spila handbolta sem stelpa en reglurnar um tæklingar voru of flóknar - ég var stór og sterk og gat náð boltanum af hvaða písl sem var en skildi aldrei af hverju það mátti stundum og stundum ekki.  Ég skil það ekki enn og það skýrir hve auðvelt ég átti að láta á móti mér allt áhorf þarna um daginn þegar strákarnir okkar voru að keppa niður í Þýskalandi.  Fótbolta hef ég aldrei spilað enda ekki gert ráð fyrir að stelpur hefðu annað hlutverk í þeirri íþrótt þegar ég var að alast upp en að hvetja strákana.

En nú erum við stelpurnar loksins komnar með áhuga á fótbolta.  Fyrir dyrum stendur nefninlega formannskjör í KSÍ og meðal frambjóðenda er Halla Gunnarsdóttir:  Kona, ung, hefur spilað fótbolta og hefur einlægan áhuga á að vinna hreyfingunni allt hvað hún getur.

Mér fannst þetta upplagt tækifæri fyrir íþróttahreyfinguna að brjóta blað.  Því varð ég fyrir miklum vonbrigðum í morgun þegar útvarpið greindi frá því að aðspurðir hefðu einungis þrír af kjörnum fulltrúum á þingið sagst ætla að kjósa Höllu.  Takið eftir þrír - ég veit ekki af hvað mörgum fulltrúum, en þeir voru að minnsta kosti einhverjir tugir.

Auðvitað.  Hvað er annað nýtt í heiminum í dag?  Karlmaður tekinn fram fyrir konu, getur það verið?


Um sætið nú kona vill keppa
en karl mun það auðvitað hreppa.
Þetta fer allt að vonum
enda fullljóst að konum
öðrum hnöppum lætur að hneppa.

Hún getur svo bara boðið sig fram þegar kemur að því að velja í nefnd fyrir kökubasarinn!




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband