11.2.2007 | 22:43
Sjúkrasögur
Þrátt fyrir titilinn á þessi pistill ekki að fjalla um heilsufar mitt. Um það er ekkert að segja og þó svo væri er ég ekki viss um að þetta væri rétti vettvangurinn til að koma sjúkrasögum á framfæri. Mér leiðast nú eiginlega flestallar sjúkrasögur nema þegar Auður Haralds skrifaði langa og fyndna bók um gallblöðruna í sjálfri sér fyrir margt löngu. Nú er dómsmálaráðherra á sjúkrahúsi með samfallið lunga og er á bloggsíðu sinni kominn langt á veg með að toppa Auði - í lengd en ekki fyndni.
Nú er auðvitað ekkert fyndið við samfallið lunga og ráðherrann á samúð mína alla. Ég gat þó ekki annað en leitt hugann að því hve gott það var að það var lungað en ekki eitthvað annað líffæri sem gaf sig:
Samföllnu lýsir hann lunga
af lipurð og alvöruþunga.
Gott að vel yfir mitti
veikin hann hitti
- það er verra að blogga um punga!
Ætli megi ekki segja að lungað sé nokkuð bloggvænt líffæri?
Nú er auðvitað ekkert fyndið við samfallið lunga og ráðherrann á samúð mína alla. Ég gat þó ekki annað en leitt hugann að því hve gott það var að það var lungað en ekki eitthvað annað líffæri sem gaf sig:
Samföllnu lýsir hann lunga
af lipurð og alvöruþunga.
Gott að vel yfir mitti
veikin hann hitti
- það er verra að blogga um punga!
Ætli megi ekki segja að lungað sé nokkuð bloggvænt líffæri?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.