Af Sunnlendingum!

Í fréttum útvarpsins í morgun greindi frá því að Selfyssingar hefðu heyrt skothvelli um helgina og orðið hræddir.  Útvarpið fór reyndar ekki mörgum orðum um atburðarásina en svo virtist sem borðalagt yfirvald Árnesinga hafi ekki haft neinar vöflur á heldur kallað samstundis eftir aðstoð Sérsveitar Ríkislögreglustjóra.  Þeir komu, með alvæpni, trúi ég, og var bent á hús þaðan sem skothvellirnir áttu að koma.  Þeir fóru inn en þar "var allt með felldu" að sögn útvarpsins. Engin skýring fannst á skothvellunum og telur lögreglan að sennilega hafi verið um flugeldaskot að ræða.

Sérsveit um helgina fór á flakk
og fyrir austan þar sögðu “takk”
skíthræddir menn
sem skjálfa þar enn
því skoteldur síðan í fyrra sprakk!

Já margt er skrýtið í kýrhausnum, ekki síst á Selfossi en þar býr einmitt landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknar.  Hann var spurður sem slíkur um könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun en þar fær flokkur hans ekki nema 3 - 4% atkvæða og heila tvo þingmenn.  Hann taldi lítið mark takandi á könnuninni og hana óvísindalega unna ef ég hef skilið hann rétt.

En mín kenning er sú að ráðherra sjái að sjálfsögðu eftir þingsætinu og ráðherradómi sem hefur haft í för með sér ýmis fríðindi fyrir hann:

Fylgið hjá ráðherra rýrnar
hann ráðvilltur hleypir í brýrnar.
Er fótanna’ að missa
og fær ekki’ að kyssa
fallegu íslensku kýrnar.

Nú er að vita hvort stjórnaandstaðan hafi á að skipa manni með þessar hneigðir ef þeir skyldu þurfa að manna embættið?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband