13.2.2007 | 23:15
Kosningaskrifstofur
Það er merkilegt að nú þegar umboð núverandi ríkisstjórnar er um það bil að renna út þá breytast öll ráðuneytin í kosningaskrifstofur. Á nokkurra daga fresti fáum við fréttir af stórfelldum framkvæmdum, dýrum og miklum sem ráðast á í fljótlega og ljúka - nei ekki fyrir kosningar, heldur á næstu áratugum!
Nýjustu útspilin eru frá samgönguráðherra í gær, sem lofar beinum og breiðum vegum nánast á heimsenda og að bora göng í öll þau fjöll sem á vegi hans verða. Frábært og tími til kominn. Þeir flögguðu að minnsta kosti í Bolungavík í dag.
Nú Sturla brátt stofnbrautir ryður
og í staðinn um atkvæði biður
Hann ólmur vill bora,
brátt fer að vora
og hver Bolvíkingur hann styður.
Framsóknarformaðurinn setti líka undir sig hausinn í hlutverki orkumálaráðherra og kynnti virkjanastefnu sem gerir, að því er mér sýnist, ráð fyrir að við verðum álversþjóð um alla framtíð og útvegum ódýra orku og land til mengunar. En með góðum vilja má sjálfsagt kalla þetta framsýni í þágu atvinnuveganna?
Nú virkjanir munum við bjóða brátt
ef B-listann kjósið nú hljóða hátt
framsóknarmenn
sem frumlegir enn
þruglið kalla svo þjóðarsátt.
Nýjustu útspilin eru frá samgönguráðherra í gær, sem lofar beinum og breiðum vegum nánast á heimsenda og að bora göng í öll þau fjöll sem á vegi hans verða. Frábært og tími til kominn. Þeir flögguðu að minnsta kosti í Bolungavík í dag.
Nú Sturla brátt stofnbrautir ryður
og í staðinn um atkvæði biður
Hann ólmur vill bora,
brátt fer að vora
og hver Bolvíkingur hann styður.
Framsóknarformaðurinn setti líka undir sig hausinn í hlutverki orkumálaráðherra og kynnti virkjanastefnu sem gerir, að því er mér sýnist, ráð fyrir að við verðum álversþjóð um alla framtíð og útvegum ódýra orku og land til mengunar. En með góðum vilja má sjálfsagt kalla þetta framsýni í þágu atvinnuveganna?
Nú virkjanir munum við bjóða brátt
ef B-listann kjósið nú hljóða hátt
framsóknarmenn
sem frumlegir enn
þruglið kalla svo þjóðarsátt.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.