14.2.2007 | 23:18
Útrás
Um helgina var efnt til mikillar hátíðar í hvalveiðiskipinu Eldingu. Þar var Silvía Nótt að undirrita samning sem hún gerir við Reykjavík Records um plötuútgáfu. Samkvæmt þessum samningi á hún að gera þrjár plötur á næstunni sem þeir hjá RR ætla síðan að dreifa um heiminn ef ég hef skilið málið rétt.
Nú verð ég að gera játningu. Ég er húmorslaus og hef alltaf verið. Ég skil ekki brandara nema þeir séu með skýringum og segi enga sjálf. Því er mér vorkunn að hafa aldrei skilið húmorinn við Silvíu blessaða. Ég öfunda hina sem hlæja að henni á svipaðan hátt og ég öfunda á þorranum fólk sem getur borðað þorramat.
Það finnst víst ýmsum hún fyndin;
fjaðurskreytt hryggðarmyndin.
Nú farin á kreik
í fjölmiðlaleik
er stríðsmáluð konukindin.
En nú er hún semsagt komin á stúfana aftur og að því er mér skilst í þetta skiptið í boði Jakobs Frímanns Magnússonar. Hann er sagður hafa vit á bæði peningum og tónlist og ef hann telur að Silvía sé allra milljónanna virði sem hún fékk við undirritun samningsins þá situr ekki á mér að efast um það. Miklu heldur á ég að gleðjast yfir þessari nýjustu útrás okkar manna og venja mig við að svara spurningum útlendinga um þessa gyðju næst þegar ég bregð mér út fyrir landsteinana. (Ég hef verið spurð um Björk: "Is she family?" út af eftirnafninu sem er eins hjá báðum þó við kennum okkur við sitt hvorn Guðmundinn).
Ég veit að fyrri tilraun Silvíu til að sigra heiminn tókst ekki sem skyldi en lengi skal manninn reyna. Hún byrjar samt örugglega ekki í Aþenu þetta árið? Og ef illa fer má skella skuldinni á andstæðinga hvalveiða, ekki síst eftir blaðamannafundinn í hvalabátnum. En það er óþarfi að hafa áhyggjur, þetta verður stórsigur, ekki spurning!
Hún er ferlega lítið feimin
og á fyrri ófarir gleymin.
Nú sofið get rótt
því Sylvía Nótt
sigrar að endingu heiminn.
Og þá er bara eftir að vitna í gyðjuna sjálfa: "Til hamingju Ísland".
Nú verð ég að gera játningu. Ég er húmorslaus og hef alltaf verið. Ég skil ekki brandara nema þeir séu með skýringum og segi enga sjálf. Því er mér vorkunn að hafa aldrei skilið húmorinn við Silvíu blessaða. Ég öfunda hina sem hlæja að henni á svipaðan hátt og ég öfunda á þorranum fólk sem getur borðað þorramat.
Það finnst víst ýmsum hún fyndin;
fjaðurskreytt hryggðarmyndin.
Nú farin á kreik
í fjölmiðlaleik
er stríðsmáluð konukindin.
En nú er hún semsagt komin á stúfana aftur og að því er mér skilst í þetta skiptið í boði Jakobs Frímanns Magnússonar. Hann er sagður hafa vit á bæði peningum og tónlist og ef hann telur að Silvía sé allra milljónanna virði sem hún fékk við undirritun samningsins þá situr ekki á mér að efast um það. Miklu heldur á ég að gleðjast yfir þessari nýjustu útrás okkar manna og venja mig við að svara spurningum útlendinga um þessa gyðju næst þegar ég bregð mér út fyrir landsteinana. (Ég hef verið spurð um Björk: "Is she family?" út af eftirnafninu sem er eins hjá báðum þó við kennum okkur við sitt hvorn Guðmundinn).
Ég veit að fyrri tilraun Silvíu til að sigra heiminn tókst ekki sem skyldi en lengi skal manninn reyna. Hún byrjar samt örugglega ekki í Aþenu þetta árið? Og ef illa fer má skella skuldinni á andstæðinga hvalveiða, ekki síst eftir blaðamannafundinn í hvalabátnum. En það er óþarfi að hafa áhyggjur, þetta verður stórsigur, ekki spurning!
Hún er ferlega lítið feimin
og á fyrri ófarir gleymin.
Nú sofið get rótt
því Sylvía Nótt
sigrar að endingu heiminn.
Og þá er bara eftir að vitna í gyðjuna sjálfa: "Til hamingju Ísland".
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.