Showtime

Þessa dagana eru í gangi miklar sýningar á Fróni.  Virka daga er sýnt í Héraðsdómi milli níu og fimm og er víst alltaf fullt út úr dyrum.  Ekkert poppkorn er selt á staðnum en ekki mun bannað að hafa með sér nesti - í Bónuspoka ef ekki vill betur.

Kvartað hefur verið undan því að sýningin gangi hægt og það þrátt fyrir að engin auglýsingahlé séu gerð.  Leikstjórinn setti þannig ofan í við einn aðalleikanda í vikunni og sagði honum að hætta þessu rausi!  Viðkomandi varð steinhissa og steinþagnaði.

Fyrir dómara deila menn þó
öllum drepleiðist allt þetta “show”
Því auðskilið mér
alveg það er
að Ísberg sé kominn með nóg!

Að minnsta kosti er almenningur kominn með upp í háls af þessu öllu. 

Önnur og skemmtilegri sýning hefur verið haldin um helgar í sjónvarpssal.  Þar hafa helstu spámenn þjóðarinnar meðal lagahöfunda og -flytjenda sýnt listir sýnar og þar kvartar enginn þó að tryggingafélög og bankar ryðjist inn með auglýsingar í miðjum klíðum - þeir borga jú brúsann.  Lokakeppnin var í kvöld og sem fyrr er þjóðin sannfærð um að í þetta skiptið sé sigur í sjónmáli.

Nú keppnina verðum að vinna
það víst dugir alls ekkert minna.
Og til þess að meika
það, munum við Eika,
senda til frænda’ okkar Finna.

Auðvitað fylgja bestu óskir Eiríki Haukssyni sem fer með lagið um lófalesturinn til Helsinki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband