Forsetaslagur?

Forseti Alþingis er kominn í stríð við forseta Íslands.  Allt er það út af Þróunarráði Indlands en þar þáði sá síðarnefndi sæti að þeim fyrrnefnda forspurðum.  Slíkt taldi sá fyrri víst ekki sæma forseta lýðveldisins og vildi freista þess að banna honum að sitja slíkar samkundur ef ég skil fréttirnar rétt. 

Nú veit ég ekkert í minn haus.  Ef Indverjar geta haft smá gagn af okkar manni því ekki að leyfa honum að fara þangað og láta ljós sitt skína?  Ætli þetta snúist um útselda vinnu og að forseti sameinaðs vilji að við fáum aura fyrir að lána mann þarna austureftir?  Ætti annars ekki lítil þjóð að vera stolt af því að eiga mann sem getur gefið öðrum ráð?  Varla er það verra þegar um er að ræða milljónaþjóð í örum vexti, eða hvað? 

Mér finnst þetta að minnsta kosti besta mál og efast ekki um að Indverjar vita hvað þeir eru að fara fram á.  Mér heyrist líka að forseti Íslands ætli að láta hart mæta hörðu og standa við gefin loforð og gefa Indverjum ráð eins og ekkert sé.

Hann skríður ei neina skel í
heldur skeleggur passar vel í
þróunar-ráð
og með ráðum og dáð
heldur ræður í Nýju Dehlí.

Svo má ef til vill spyrja hvort samráð okkar manna við viljugar þjóðir á sviði stríðsrekstrar hafi gefið tóninn?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband