Músagangur

Mál málanna í dag er músagangur.  Í fréttum Stöðvar tvö í gær var fréttamaður myndaður við að tína mat í körfu og spjalla um vöruverð.  Ég sá að vísu ekki þessa frétt en sá þó á netinu úrklippu þar sem engu var líkara en að tvær litlar mýs hlypu yfir gólfið fyrir aftan hann.

Og hvað með það?  Eru ekki tíska í dag að velja lífrænt og náttúrulegt?  Og hvað er náttúrulegra en smá músagangur í grænmetisdeildinni?  Við Bónushúsmæður látum nú ekki svona slá okkur út af laginu.  Þetta skrifa ég þó það sé eins víst að ég setti öldugamet í hástökki ef ég mætti mús þegar ég væri að versla í matinn.

Ég berja vil saman blús um
Bónus; hvar versla af fúsum
vilja og mætti
og varla því hætti
þó mæti þar örfáum músum.

Hinsvegar skýrðist málið seinnipartinn í dag; mýsnar voru rúllandi jarðepli og við húsmæður öndum léttar.

Við músunum hugur mér hrýs
og að horfa’ á þær alls ekki kýs
en við nánari sýn
getur vatn breyst í vín
og í veltandi kartöflur mýs.








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband