Í helgarlok

Lítið um blogg þessa helgina enda nóg að gera við blaðalestur og það án þess að ég hafi keypt Dagblaðið, hvað þá Krónikuna.  Mér nægja Mogginn og fríblöðin.

Mogginn greindi frá því að Stórabeltisbrúin hafi verið lokuð um tíma vegna Grýlukerta.  Þetta líkar mér ekki - Grýla komin frænda okkar á Norðurlöndum og alveg hætt að hirða um óþekk íslensk börn.  Þetta hljóta að vera aukaáhrif af útrásinni miklu.  Það er allt í lagi að kaupa Magasín en við viljum ekki missa Grýlu.

Hér hafa’ allir staðfastir stutt
þá sem stöðugir braut hafa rutt
fyrir útrás til Dana
af elju og vana
en nú iðrumst, því Grýla er flutt.

Annars var nafnlaust bréf, sem Hæstarétti barst í pósti, mál málanna í byrjun helgar.   Blaðið birti glefsur úr bréfinu og pistlahöfundar og bloggarar hafa velt vöngum yfir hver sé svona lögfróður og pennafær.

Nú ýmsir við gátuna glíma
hver gaf sér til bréfskrifta tíma?
Blekbyttuflagari?
Blýantanagari?
Menn vaða í villu og svíma.

Loks endaði svo sunnudagur á Hafnarfjarðarfréttum:  Alcan gerir lokatilraun til að kaupa Hafnfirðinga með því að gangast lokst núna (!) inn á stórauknar greiðslur í bæjarsjóð.  Svo er bara skemmtileg tilviljun að það skuli eiga að kjósa um stækkun eftir nokkrar vikur.

Það er augljóst að álfurstar halda
að hér uppi á landinu kalda
allir með tölu
séu til sölu
og þori’ ekki’ í móinn að malda. 

En ég hef reyndar tröllatrú á Hafnfirðingum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband