Hallarlíf

Þá er afmælisveisla Haraldar búin og gestirnir farnir að koma sér heim.  Hann var sem kunnugt er sjötugur í síðustu viku og um helgina var kátt í höllinni.  Þar var dinner og djamm en eins og allir vita þá er auðvitað mesta fjörið í svona boðum þegar allir eiga að vera háttaðir en hittast í eldhúsinu að leita að afgöngum.  Ég sé þetta alveg fyrir mér: Karl Gústav að spæla egg ofan í Sylvíu sem reynir að stappa stálinu í Camillu en hún er sem kunnugt að fara í legnámsaðgerð á næstunni.  Hún verður nú varla ólétt úr þessu þannig að það hún ætti ekki að þurfa að vera á bömmer. 

Kvíðin er Camilla greyið
þó Kalli’ hafi líklega hlegið:
En frétt var í blaði
hún fari með hraði
og fjarlægja láti’ úr sér legið.

En ein var fjarri góðu gamni í eldhúsinu.  Dorrit, sem með Ólafi neyddist til að gista á hóteli.  Hún hlýtur að hafa kvartað og er sennilega búin að hugsa upp ráð til að koma í veg fyrir svona klúður aftur.

Hún svartan var látin á lista
en ljóst gert að fengi’ að gista
ef kórónu bæri
og kalla sig færi
“The queen of Iceland - sú fyrsta”.

Það verður lítið mál fyrir þau að fá þingið til að koma þessu í gegn en gæti reyndar orðið vandræði með erfðaröðina;  Tinna eða Dalla?  Já eða bara Litla-Dorrit, ekkert legnám þar eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband