Hnattvæðingin

Sérdeilis er það skemmtilegt hvað við Íslendingar erum að verða alþjóðlegir í háttum.  Árum saman höfum við heyrt og lesið um fótboltabullur í útlöndum og nú viljum við komast á blað.  Við byrjum að sjálfsögðu í þjóðaríþróttinni, handboltanum.  Fjölmiðlar greina frá því að brotist hafi út slagsmál um helgina þegar Stjarnan burstaði Fram (eða var það öfugt?) í venjulegum handboltaleik um miðjan dag á laugardegi.  Tekið var fram að þeir sem hlut áttu að máli hefðu ekki einu sinni verið ölvaðir!

Það er auðvitað ekki grín að þessu gerandi og ég býst við að íþróttahreyfingin hafi af þessu stórar áhyggjur.  Reyndar heyrði ég ekki betur í kvöld en að það ætti að hafa lögreglumenn á áhorfendapöllum í næstu leikjum til að hafa hemil á ófriðarseggjum en það getur nú hafa verið misheyrn.

Það er hollt fyrir handboltalúða
að halda sig stillta og prúða
ef á leikjunum öllum
má líta á pöllum
löggur í fullum skrúða.

Vonandi er þetta samt bara einstakt atvik og ekki til marks um versnandi tíma í boltanum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband