Hið ljúfa líf

Baugsmálið fékk mikla athygli í dag þegar mótorbáturinn Víkingur var til umfjöllunar fyrir rétti og þar með í öllum fjölmiðlum.  Margtuggnar skýringar á því  hver átti bátinn og hver ekki voru enn bornar þar á borð.  Ekkert veit ég um það en gaman væri að vita hvar þetta dýrðarfley er í dag og hvort það sé ekki örugglega hætt að sigla áætlunarferðir með íslenska fyrirmenn og -konur meðfram Flórídaströndum?

Margri henda í réttinum hnútu
um handhafavald yfir skútu:
Var það Jón Gerald
sem keypti það kerald?
Og er það fley ekki framar í rútu?

Meðal heimsfrétta gærdagsins var ein sem vakti athygli mína:  "Nakinn sendiherra kallaður heim".  Sem betur fer var "heim" í þessari frétt Tel Aviv en ekki Reykjavík og sendiherrann var ísraelsk bytta með perralæti í El Salvador.  Málið þykir allt hið óþægilegasta fyrir ísraelsk stjórnvöld sem hafa beðið hnekki undanfarin misseri vegna ýmissa hneykslismála.

Í Ísrael víst er nú verra sett
valdastétt, eftir að perrafrétt
flaug út um svið
um furðulegt lið
sem finnst þar í sendiherrastétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband