Auðlindir hvað?

Jæja - þá er auðlindaleikritinu lokið.  Endirinn var óvæntur og framsóknarmenn hljóta að sleikja sár sín í kvöld.  Þeir kenna að sjálfsögðu stjórnarandstöðunni um málið og leyfa samstarfsflokknum að rassskella sig enn og aftur.  Heitir þetta ekki masókismi eða eitthvað í þá veru?

Í Framsókn þeir fengu’ ekki byr
og um frumvarp var heilmikill styr.
Þeir lokuðust inni
í leikfléttu sinni
með alls engar útgöngudyr.

Þeim er nú eiginlega vorkunn - héldu sig vera með unna stöðu og ótal atkvæði.

Veraldargengi er valt
og vísast er greyjunum kalt:
Nú undir feld
sér forða í kveld
en frumvarpið sett var í salt.

En svona er nú einu sinni rolugangurinn - eða er betra að segja rollugangurinn?

Í gervöllum heimi ei gauð finndir
sem gætu minnt betur á sauðkindir,
en framsóknarmenn,
sem finnast hér enn
með afdankað frumvarp um auðlindir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband