Sagan endalausa

Í héraðsdómi heldur hún áfram, sagan endalausa.  Nú var það Styrmir Morgunblaðsritstjóri sem þar mætti til að skýra frá hvernig maður skrifar tölvubréf í "gamansömum tón".  Greinilega mjög spaugsamur maður og bréfin gætu orðið enn skemmtilegri ef einhver vildi kenna honum að skreyta þau með brosköllum Smile

Styrmir í réttinum staður
stökk ekki upp með neitt blaður
enda því trúr að
inn- skuli -múrað
hver er ónefndur innvígður maður.

Hann talaði heldur ekki af sér þegar fréttamenn náðu í hann eftir að hann hafði svarað spurningum dómara; sagðist hafa sagt allt í bili.  Kjartan Gunnarsson talaði heldur ekki af sér hvorki fyrir rétti né við fréttamenn.  Hann bara mætti ekki og var sagt að ekki hefði tekist að koma til hans boðum um að hann ætti að mæta. Hann er sennilega ekki með farsíma?

Hann Styrmir var stúrinn og grettinn
og því stóð ekki lengi sú fréttin.
En Kjartan um tíma
tók ekki síma
og því tókst ekki' að boða’ hann í réttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant (sko sagt í ljúfri aðdáun með áhyggjuhrukku milli augna og kreppta hæ. hönd vegna spasma)

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband