19.3.2007 | 22:38
Af Bretum
Maður sem var að fljúga með British Airways vaknaði við það að verið var að koma fyrir látinni konu í sætinu við hlið hans. Hann kvartaði en ég veit svo sem ekki yfir hverju? Varla ónæði? En sennilega hefur hann bara verið leiður yfir að hafa engan að spjalla við. Vonandi að heimferðin hafi verið líflegri.
Farþeginn víst er að vona
að verði ekki heimferðin svona:
Því daufari ei ferða-
félagar verða
en fjörgömul steindauð kona.
Meira af Bretum. Hin breska ofurfyrirsæta Naomi Campbell var dæmd í New York fyrir að kasta farsíma í þernu og gat valið um að sinna samfélagsþjónustu eða sitja inni. Hún valdi samfélagsþjónustuna og mætti í morgun til skúringa hjá hreinsunardeild borgarinnar. Hún var á praktískum hælaskóm í stuttri hentugri kápu en var þó ögn skömmustuleg á svip sýndist mér.
Um nætur vill Naomi lúra
utan napurra fangelsismúra
og því varð að mæta
módelið sæta
skömmustuleg til að skúra.
Merkilegt annars hvað farsímaofbeldi er að verða útbreitt!
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.