Brunaliðsmenn

Ekki man ég eftir því að föðuramma mín hafi reynt að ala mig upp að ráði.  Hún dvaldi aldrei lengi á heimilinu í einu og var þegar ég kom til sögunnar búin að ala upp nóg af börnum til að vera laus við sérstaka þörf fyrir að atast í mér.  Mér er samt alltaf minnisstætt hvað hún var mikið á móti orðinu brunaliðsmenn sem mér var tamt sem barni.  "Slökkviliðsmenn" heita þeir mundu það sagði gamla konan um þessar hetjur barnæskunnar.

Mogginn greinir í dag frá amerískri rannsókn um slökkviliðsmenn og hjörtun sem berjast fyrir innan stakka þeirra.  Í ljós hefur komið að þeim er hættara við hjartaáföllum en flestum öðrum starfstéttum og jafnframt hættara við að deyja af slíku áfalli ef ég hef lesið rétt.  Skyldu þeir vita þetta litlu krakkarnir (strákarnir?) sem vilja verða slökkviliðsmenn þegar þeir vaxa úr grasi?  Eða vilja nútímabörn bara vera bleidarar og bankamenn?

Sjaldan þeir karlarnir kvarta
sem kæfa eldana bjarta:
En rannsóknir kynna
að kappanna vinna
sé hættuleg sérhverju hjarta.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband