22.3.2007 | 23:09
Efst á baugi
Man annars einhver eftir þætti með þessu nafni? Efst á baugi? Hann var árum saman á dagskrá ríkisútvarpsins á þeim árum sem allir hlustuðu á eina rás og ungt fólk fékk 40 mínútna tónlistarþátt einu sinni í viku en þess á milli voru leikin "lögin við vinnuna".
Efst á baugi í mínum huga þessa dagana er álverskosningin í Hafnarfirði. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef og þegar íbúar Hafnafjarðar afþakka mengun og svifryk handa sér og okkur öllum og segjast sælir með núverandi stærð af álveri.
Í hafnfirsku kolunum hitnar
og í hagsældarspárnar nú vitnar
álgróðalið
þó öll sjáum við
að mengun á byggðinni bitnar.
Annars er Baugur enn efst á baugi og nú eru það yfirlýsingar hæstaréttardómarans sem kallast á við yfirlýsingar sambýliskonu eins af hinum ákærðu í málinu. Sigurður Líndal tjáði sig um að yfirlýsingar dómarans væru einsdæmi og í sama streng tóku fleiri lögfræðingar ef marka má fréttir Rúv í kvöld. Sigurður er annars orðvar og sagði ekkert ljótt þó það hefði verið gaman - svona rímsins vegna.
Hann Líndal línurnar beinar
leggur og einsdæmi meinar
dómarans hegðan
þó samt ekki segð hann
að sauður væri Jón Steinar.
Efst á baugi í mínum huga þessa dagana er álverskosningin í Hafnarfirði. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef og þegar íbúar Hafnafjarðar afþakka mengun og svifryk handa sér og okkur öllum og segjast sælir með núverandi stærð af álveri.
Í hafnfirsku kolunum hitnar
og í hagsældarspárnar nú vitnar
álgróðalið
þó öll sjáum við
að mengun á byggðinni bitnar.
Annars er Baugur enn efst á baugi og nú eru það yfirlýsingar hæstaréttardómarans sem kallast á við yfirlýsingar sambýliskonu eins af hinum ákærðu í málinu. Sigurður Líndal tjáði sig um að yfirlýsingar dómarans væru einsdæmi og í sama streng tóku fleiri lögfræðingar ef marka má fréttir Rúv í kvöld. Sigurður er annars orðvar og sagði ekkert ljótt þó það hefði verið gaman - svona rímsins vegna.
Hann Líndal línurnar beinar
leggur og einsdæmi meinar
dómarans hegðan
þó samt ekki segð hann
að sauður væri Jón Steinar.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.