25.3.2007 | 22:38
Dólgslæti
Í fréttum helgarinnar segir frá fingurbrotnum leigubílstjóra í Garðastræti. Hann mun hafa lent í átökum við farþega með þessum afleiðingum. Flugdólgar eru þekkt fyrirbæri en þarna munu hafa verið að verki leigubíladólgar sem síst eru betri.
Ég frétt heyrði leiða og ljóta
um leigubílsdólga í Grjóta-
þorpi en þar,
ef fá ekki far
bílstjórans fingur þeir brjóta.
Ég er reyndar ekki alveg viss um hvort Garðastræti teljist vera í Grjótaþorpi en miðbæjarlandafræði mín er heldur ekki upp á marga fiska.
Japan þýðir víst "land rísandi sólar" eða eitthvað í þá veru. Mogginn greinir í dag frá japönskum manni sem mun hafa verið misboðið þegar búið var að byggja blokk sem skyggði sólina frá honum séð. Hann náði í byssu og hóf skothríð - nema hvað.
Erfitt er held ég að hugga
þann hálfvita er leit út um glugga
og gerði með byssu
bölvaða skyssu:
Hann reyndi að skjóta á skugga.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fann þig alveg óvart:) Mikið verður nú gaman að byrja daginn á limru frá skemmtilegum nágranna.
Hafdís
Hafdis Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.