Allt við það sama

Lítið breytist við tíu daga dvöl fjarri fósturjörðinni.  Bestu fréttirnar sem við fengum meðan á dvölinni ytra stóð voru þær að Hafnfirðingar höfnuðu deiliskipulaginu sem kosið var um í lok mars og komu þar með í veg fyrir stækkun álversins.  Ég verð að viðurkenna að ég var orðin hrædd um að hótanir Alcan um lokun verksmiðjunnar yrðu of þungar á metunum en auðvitað sáu Gaflarar í gengum slíka leikjafræði.

Í kosningum gerðu það gott
Gaflarar, þrátt fyrir plott.
Þeim tókst að vinna
verksmiðjusinna
sem sig hótuðu að hafa á brott.

Annars var allt með kyrrum kjörum við heimkomuna í gær.  Ríkisútvarpið ohf var með kosningafund meðan við ókum Reykjanesbrautina  og mér telst til að það sé búið að senda út kosningaefni í c.a. 7 klukkustundir á þessum rúma sólahring sem er síðan við lentum. Slíka skemmtun boðar það síðan alla daga fram að kjördegi.  Frábært!  Eins og oft áður er þetta þjark og þref í beinni og menn takast á með slagorðum.

Hvergi finnast á byggðu bóli slík
og börnum ei kennir neinn skóli lík
fangbrögð og fá
nú firðar að sjá

þótt fjölmiðlar kalli það pólitík.


Fyrsta frétt útvarpsins í morgun var annars sú að lánshæfi íslenskra banka hefði lækkað um heil þrjú stig sem er meira en nokkrir aðrir bankar lækkuðu í þetta skipti.  Aðalfrétt Morgunblaðsins var hinsvegar um byggingaframkvæmdir eins af þessum bönkum, en Glitinr ætlar að fara að byggja stórhýsaþyrpingu til að rúma starfsemina.

Nú lánshæfi Glitnis mun lækka
og líklegast starfsmönnum fækka
og því er í bráð
bjargvænlegt ráð
stórhýsi bankans að stækka.

Hér gildir sem fyrr að sókn er besta vörnin en vonandi þarf þó ekki að hækka þjónustugjöldin þegar líða fer á byggingatímann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband