17.4.2007 | 23:27
Fjöruferðir
Í fréttum dagsins var greint frá miklu ferðalagi sem Forseti Alþingis lagði upp í ásamt nokkrum þingmönnum. Ferðinni er heitið til Kaliforníu þar sem til stendur að heimsækja fylkisþingið og skiptast á skoðunum við kollega. Það er reyndar ekki alveg ljóst hverjir eru kollegar því sendinefndin eins og hún leggur sig saman stendur af fólki sem innan örfárra vikna hættir þingmennsku (og ekki endilega af fúsum og frjálsum vilja). Ég held samt ekki að þeir ætli að heimsækja fyrrverandi þingmenn þarna vestra eða hvað?
Þau sett voru kaldan á klaka
en krókinn að síðustu maka:
Fá kokkteil og hlýju
í Kaliforníu
og koma svo eldhress til baka.
Í fjörunni þeir fundu konu eina
sem fallið hafði í gjótu milli steina
Laus er hún nú
sú lánsama frú
en Bláskel liggur brotin milli hleina.
Skeljar og steinar eiga heima í fjörum - ekki konur á hvolfi oní gjótum.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.