Nýbyggingar hér og þar

Eftir stórbruna í miðborg Reykjavíkur í dag er gott að heyra að stefna borgaryfirvalda virðist vera sú að byggja húsin upp aftur í sömu eða svipaðri mynd.  Þó ég sé ekki sérlegur aðdáandi gamalla fúaspýtna þá eru þær þó öllu skárri en stórbygging á við þá sem byggð verður á bílastæði Smáralindar í Kópavogi.  Gunnar Birgisson tók fyrstu skóflustungu í gær held ég og þó ég viti ekkert um það ímynda ég mér að það hafi hann gert með vélskóflu? 

Smáralindin vakti annars athygli fyrir getnaðarlega lögun sína þegar hún var byggð og nú virðist eiga að bæta um betur:

Gunnar á gröfunni fimur
galvaskur dagskipan rymur:
“Byggjum nú höll
svo beri í fjöll
sem beinstífur getnaðarlimur”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt sumar, skemmtilegar limrur

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.4.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband