20.4.2007 | 23:16
Ófyrirleitinn þjófur
Undir fyrisögninni "Hrifsaði veski af öldruðum konum" í Mbl. í morgun mátti lesa eftirfarandi þar sem verið var að segja frá misindismanni sem auk annars hafði gerst sekur um að hrifsa veski af öldruðum konum: "Meðal þess sem finna má í fjölmörgum liðum ákærunnar eru ófyrirleitin þjófnaðarbrot".
Ég skannaði frétt eins og skot
en skjótt var ég komin í þrot
Núna mig fýsir
í frétt sem því lýsir
hvað er fyrirleitið þjófnaðarbrot.
Kannski samráð olíufélaganna?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.