21.4.2007 | 22:53
Prinsessa
Í Danaveldi er nú mikill fögnuður vegna þess inn í konungsfjölskylduna hefur fæðst barn og það meira að segja fyrsta stúlkubarnið í meira en hálfa öld. Hún mun þó (að sjálfsögðu) ekki erfa kóngsríkið heldur eldri bróðir hennar sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir.
Nafn á nýju prinsessuna er ekki komið en látið var að því liggja að hún ætti að heita Margrét í höfuðið á föðurömmunni. Ef að líkum lætur verða nöfnin fjögur til sex svo það ætti að vera hægt að koma bæði einu og öðru að þar.
Pabbinn, prins Friðrik, var alveg jafn stoltur og ruglaður og aðriri nýbakaðir feður og mældi með höndunum til að sýna pressunni hvað barnið væri langt og bætti við að hún væri svona um það bil hálfs metra löng.
Frést hefur fátt eitt betra
í fæðingarvottorð skal letra:
Stúlkubarn fætt
frísklegt og sætt
um fimmtíu sentimetra.
Og svo er bara að brjóta blað og yrkja á dönsku - prentsmiðjudönsku má líkast til kalla þetta mál og eins og allir vita eru stuðlar og höfuðstafir ekki til í útlöndum:
Naar det kommer til stykket
saa lyder det godt ; gör det ikke?
Med en dejlig pige
i det danske rige.
Derfor önsker vi hell og lykke.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.