Nýtt að austan

Ég vona að það verði ekki lagt út sem Þórðargleði hjá mér þó að ég geri að umtalsefni hve ástandið virðist slæmt í höfuðstöðvum stóriðjunnar austur á Kárahnjúkum.  Nýjustu fréttir herma að vinnueftirlitið sé búið að loka göngunum vegna ónógrar loftræstingar.  Ekki eru nema nokkrir dagar síðan gangastarfsmenn veiktust af heiftarlegri sýkingu og þá var upplýst að bæði skorti vatn og salernisaðstöðu þarna niðri og að því sé erfitt að halda uppi lágmarks hreinlæti.

Það er krísa við Kárahnjúka
- nú kýs ég að láta allt fjúka:
Þar vosbúð er löngum,
vatnslaust í göngum
og vantar allt pláss til að kúka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband