Prestastefna

Furðulegt hefur verið að fylgjast með samkomu presta sem farið hefur fram á Húsavík síðustu daga.  Þar mætast prestar allstaðar að og viðra kjóla og kraga í sólskininu þarna norðurfrá.  Aðalmálið sem fyrir fundi þeirra lá var tillaga um að prestar fengju leyfi að gefa saman samkynhneigða í heilagt hjónaband. 

Ég fylgdist nú ekki stíft með fréttaflutningi af fundinum en heyrði þó prest segja frá því fyrir fundinn að tillöguna styddu og hefðu undirritað yfir fjörutíu prestar.  Síðan var hún borin upp og þá brá svo við að aðeins um 20 þeirra stóðu með eigin tillögu?  Hvað er á seyði? 

Mér finnst nú reyndar mikil bjartsýni að halda að þjóðkirkjan fari að breyta einhverju í frjálsræðisátt.  Leikmanni sýnist þetta flokkur af öldruðum afturhaldsgaurum í svörtum stökkum og barnalegt að halda að þeir hugsi um annað en fermingarbarnabónusinn og fyrirstandandi giftingavertíð.  Einhverjum hafa þó vænti ég sárnað niðurstöður - a.m.k. þeim 20 sem stóðu við orð sín og studdu tillöguna.

Gagnkynhneigð kirkjan er geld
og gamlingjum ofurseld.
Prestarnir margir
munu þó argir:
Frjálslynd var tillagan felld.

Argur í fornu máli þýddi nú reyndar það sem heitir nú samkynhneigður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband