29.4.2007 | 23:21
Hitabylgja
Hvað er að gerast? Dagatalið sýnir apríl en hitamælar landsins rjúka upp úr öllu valdi. Reyndar á það við um hitamæla víðar því óvenju miklir hitar og þurrkar eru víðast hvar í Evrópu þessa dagana. Auðvitað er rík ástæða til að hafa áhyggjur af hlýnun andrúmsloftsins og bráðnun jöklanna en þegar ég spókaði mig í ermalausum kjól norður á Akureyri í gær og dag var mér í smástund alveg sama.
Met sýna mælar og kvarðar
og miklu ég skil þetta varðar:
En í bili finnst mér
fínt ef svo fer
að hækki hitastig jarðar.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm góðar limrur hjá þér, en hitinn er góður svo lengi sem hann bræðir ekki Grænlandsjökul.
Ester Sveinbjarnardóttir, 29.4.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.