1.5.2007 | 23:22
Bankamál á góðum degi
Góður dagur 1. maí til að minnast Alþýðubankans sáluga. Mér finnst ekki svo langt síðan ég fór niður á Laugaveg og stofnaði launareikning í þeim banka en það eru nú samt ríflega 25 ár síðan. Ekki man ég hver var bankastjóri og hugsa að ég hafi bara alls ekki vitað það.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og bankinn orðið Íslandsbanki og síðar Glitnir. Ferðum almennings í bankann hefur fækkað stórlega því nær öll viðskipti fara í gegnum heimabanka en þjónustugjöldin hækka samt stöðugt.
Og nú á að skipta um bankastjóra. Undrabarninu Bjarna Ármannssyni skal skipt út fyrir mun yngri mann. Bót í máli þó að hann fær litlar 900 milljónir í starfslokagreiðslur þannig að hann þarf ekki að fara á bætur alveg strax.
Góður dagur 1. maí til að segja frá því að banki sem áður var kenndur við alþýðuna skuli þess megnugur að borga nær 250 árslaun verkamanns fyrir að losna við einn starfsmann.
Úr býtum mun smávegis bera
hann Bjarni, sem fær ekki að vera
með úlpu á hanka
í Alþýðubanka.
Hvað ætli hann fái að gera?
Vonandi að hann verði ekki atvinnulaus lengi....
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.