Annar maí

Fyrsti maí var í gær og þá voru venju samkvæmt haldnir baráttufundir á vegum verkalýðsfélaga um land allt.  Þar eru vísast haldnar góðar ræður og sumar þeirra rata í fjölmiðla daginn eftir. 

Þannig sögðu blöðin í dag frá ræðu sem Skúli Thoroddsen hélt á Húsavík.  Hann spáði því þar, ef ég hef skilið rétt, að stjórnarflokkarnir væru langt komnir með áform sín um að gera Landsvirkjun að hlutafélagi og að nýleg skipan Páls Magnússonar í stöður stjórnarformanns væri liður í þeim undirbúningi.  Með því að hafa góðan framsóknarmann þar yrði framsóknarmönnum auðveldara að sætta sig við að sjálfstæðismaður fengi forstjórastólinn sem samkvæmt Skúla var frátekinn fyrir Kjartan Gunnarsson.

Ég er alltaf mjög veik fyrir samsæriskenningum og þessi finnst mér frábær.  Ekki síst eftir að bæði Geir og Jón hafa neitað í dag að nokkuð slíkt sé í bígerð - þá sannfærðist ég.

Þessi ríkisstjórn sífellt mun ræða
um ráðin til þess að græða:
Landsvirkjun enn
langar þá menn,
og sér ætla, að einkavæða.

Mesta furða að þeir skuli ekki hespa þessu af fyrir kosningar en hættan er nú svo sem ekki mikil á að þeim gefist ekki tími til að vinna að þessu eftir að talið hefur verið upp úr kössunum.

Sjónvarpið hélt áfram að fjalla um ríkisborgararétt tengdadóttur umhverfisráðherra.   Málið lítur ekki vel út eftir að í ljós hefur komið að ferlið allt tók fjórtán daga.  Fjórtán daga frá því að hún sótti um þar til hún stóð með pálmann (passann) í höndunum.  Bjarni Benediktsson neitaði reyndar alfarið í Kastljósi að nokkuð væri athugavert við slíkt en efasemdarkona eins og ég getur nú ekki annað en tekið því með fyrirvara.

Þeir fóru að landsins lögum
og líkt og í góðum sögum:
Fyrirheit efnd
í allsherjarnefnd
á einungis fjórtán dögum.

 

...




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband