6.5.2007 | 23:41
Hnoss og kross
Ég missti því miður að mestu af viðtali Evu Maríu við Garðar Thor Cortes í sjónvarpinu í kvöld. Náði samt í endann á frásögn hans af dýrgripunum sem hann fékk lánaða hjá forsetafrúnni okkar til að hafa í einhverri móttöku. Ekki dónalegt dót það.
Drengurinn dýrðlegt bar hnoss
og Dorrit fékk vonandi koss.
Nú lifum í trúnni
að læri af frúnni
hann Óli og kræki´á hann kross.
Þessi ungi söngvari hefur ótrúlega fallega framkomu og rödd og það hafa sannalega verið hengdar Fálkaorður á minni menn.
Talandi um orðuveitingar þá var landslýð brugðið að heyra af veikindum Ólafs Ragnars nú síðdegis. Vonandi nær hann sér fljótt og þjóðin getur verið viss um að ekki er það sukksamt líferni sem veldur því eins og allir vita er forsetinn mikill reglumaður. Það er helst rímsins vegna sem maður leyfir sér að gefa annað í skyn....
Fyrrum hjá forseta prúðum
allt er farið að vaða á súðum:
Þetta er ekki spaug
á spítala flaug
eftir helgi í bílífi á Búðum.
Drengurinn dýrðlegt bar hnoss
og Dorrit fékk vonandi koss.
Nú lifum í trúnni
að læri af frúnni
hann Óli og kræki´á hann kross.
Þessi ungi söngvari hefur ótrúlega fallega framkomu og rödd og það hafa sannalega verið hengdar Fálkaorður á minni menn.
Talandi um orðuveitingar þá var landslýð brugðið að heyra af veikindum Ólafs Ragnars nú síðdegis. Vonandi nær hann sér fljótt og þjóðin getur verið viss um að ekki er það sukksamt líferni sem veldur því eins og allir vita er forsetinn mikill reglumaður. Það er helst rímsins vegna sem maður leyfir sér að gefa annað í skyn....
Fyrrum hjá forseta prúðum
allt er farið að vaða á súðum:
Þetta er ekki spaug
á spítala flaug
eftir helgi í bílífi á Búðum.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.