7.5.2007 | 23:22
Nýtt frá Jerúsalem
Eins og flestir nútímamenn hef ég víða ferðast. Ég hef lagt á mig langar flugsetur til að komast að því hvernig andfætlingar okkar hafa það og ég hef líka lagt það á mig að þramma um erlend fjöll og dali til að kanna hvort erlent grjót sé öðruvísi undir fæti en það íslenska.
Af þeim stöðum sem ég hef ekki heimsótt eru Biblíuslóðir efstar á óskalistanum. Ástæður þess að þær hafa orði útundan eru fyrst og fremst ótti við ófrið og ókunnugleiki. Ég les hinsvegar með athygli allt sem kemur nýtt af þessum slóðum og nú í kvöld mátti lesa þá frétt að gröf Heródesar sáluga hefði fundist í Jerúsalem.
Á netinu fjölmargar fer og les
er greint var þar frá
Af þeim stöðum sem ég hef ekki heimsótt eru Biblíuslóðir efstar á óskalistanum. Ástæður þess að þær hafa orði útundan eru fyrst og fremst ótti við ófrið og ókunnugleiki. Ég les hinsvegar með athygli allt sem kemur nýtt af þessum slóðum og nú í kvöld mátti lesa þá frétt að gröf Heródesar sáluga hefði fundist í Jerúsalem.
Á netinu fjölmargar fer og les
fréttirnar; einkum þær sér og spes.
Og mig gladdi að sjáer greint var þar frá
að gröf hefði fundist, merkt Herodes.
Heródes var nú reyndar ekki í mínu liði ... en samt; nú fer ég að drífa mig að skoða þessi svæði.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.