Ný skoðanakönnun

Loksins kom hún.  Skoðanakönnunin sem ég get tekið mark á.  Við, sem eigum okkur draum um að ríkisstjórnartíð Geirs Haarde muni ljúka á laugardag, fengum loksins skoðanakönnun sem gaf draumum okkar byr undir báða vængi.  Reyndar voru nú víst ekki nema 63% aðspurðra sem tóku afstöðu en það eru nú bara fastir liðir eins og venjulega:

Nú skoðanakannanir kynna
að kosningar munu þeir vinna
sem breytingar velja
og vongóðir telja
að íhaldsstjórn loks skuli linna.

Ég er hinsvegar eldri en tvævetur og geri mér grein fyrir að þessi spá verður orðin úrelt þegar ég skreiðist fram úr rúminu upp úr sjö í fyrramálið og þá getur eins hafa orðið sveifla í hina áttina:

Limran þvi kemur í hvelli
og er kastað á netið með skelli.
Fyrr en spámenn á ný
spá munu því
að víst haldi stjórnin velli.




 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sammála Jóna.  Vona að það gangi eftir að ríkisstjórnin falli, öðruvísi verða ekki þær löngu tímabæru breytingar sem við þurfum á að halda í samfélaginu.

kveðja

Árni Þór Sigurðsson, 8.5.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband