9.5.2007 | 23:31
Hjartans mál
Í sjónvarpinu var í kvöld sýnt viðtal við Bjarna Torfason hjartaskurðlækni sem dundaði sér við það fyrr í dag að græða gervihjarta í mann. Gervihjartað leit út eins og það hefði verið keypt í Húsasmiðjunni en læknirinn fullyrti að það gerði sitt gagn og ekki ætla ég að rengja það.
Læknirinn Bjarni er bartalaus,
bjartsýnn og langt í frá artarlaus.
Hann náði í hníf
og nú á sér líf
náungi einn sem var hjartalaus.
Merkilegt hvað læknavísindin geta - þó reyndar geti þau ekki læknað kvef.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Satt er það, kvefið er erfitt, kanski ráð að fá sér gerfinef?
Ester Sveinbjarnardóttir, 11.5.2007 kl. 03:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.