13.5.2007 | 23:43
Fallin spýta fyrir Jóni!
Það verður gaman að fylgjast með þreifingum stjórnmálamanna næstu dagana. Kosningaúrslitin eru að síast inn í okkur almenning og Framsóknarflokkurinn er að hugsa upp afsakanir til að ganga á bak orða sinna um að ekki kæmi til greina að sitja áfram í ríkisstjórn ef flokkurinn fengi lítinn stuðning í kosningunum. Jón Sigurðsson reynir nú allt hvað hann getur að gleyma þeim orðum og að tryggja sér og sínum mönnum sæti við kjötkatlana áfram.
Ekkert fær ró hans raskað
þó reyndar sé fleyið laskað
og komið í strand
langt upp á land:
Með brotajárn nú skal braskað.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.