22.5.2007 | 23:06
Vorhret
Það tókst á örfáum dögum að mynda ríkisstjór Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ekki nein óskastjórn okkar miðju-jónanna en við látum okkur hafa það. Ég kýs að líta á þetta sem einskonar vorhret (sem reyndar gæti tekið fjögur ár) áður en sumar kemur með sameinuðum kröftum alls félagshyggjufólks í landinu.
Hitt vorhretið sem nú gengur yfir á víst að standa fram yfir hvítasunnu samkvæmt síðust veðurspám og þá er kannski eins gott að vera búinn að bóka smá meginlandsferð þá dagana.
Þjóðin er langþreytt og loppin
og leiðist að vera ekki sloppin
við kulda og snjó
en kætast má þó
því stjórnin er komin á koppinn.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rétt
Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.